Hringinn - uppgjör

Móttökunefndin heimtir tölur og vill fá vita hvað ég hjólaði mörg km og hversu marga vöfflur ég borðaði í ferðina og hvar var bestu verð.Whistling

1729,8 km voru hjólað á 24 dögum, þar af voru 3 hvíldar- og skoðunardagar. Stysti dagleið var 40 km, lengsti 105 km.

Það rigndi á 21 dag.

Það sprakk 4 x á leiðinni, keðjan fór tvisvar af, ein gíravír slitnaði og tveir teinar gáfu sér.

Ég fór 16 x í sund í 14 sundlaugum og var ódýrasti í Vík (250 kr) því heitur potturinn var bilaður.  Annars var ódýrast á Skagaströnd og Akranesi (400 kr) og dýrast 600 kr (Selfoss, Höfn, Stöðvarfjörður og Mývatn). Flottasta laug er á Hofsós, bestu þjónusta á Skagaströnd.

Setti í þvottavél 3 x og var ódýrast á Svínafell (300 kr) og dýrast á Mývatn (1200 kr, sem ég notaði reyndar ekki).

Ég borðaði 2 pönnukökur (fyrir utan pönnukökurnar sem Emma bakaði), 3 vöfflur, 4 kökusneiðar og 1 Söru. Ódýrasti te með vöfflu var á Kaffi Langbrók (með gistináttaskáttur) 750 kr. Sama dæmi í Möðrudal kostaði 1400. 

Fékk mér 5 sinnum hamborgara, 1x pizzu og 1x klausturbleikju. Ódýrasta hamborgari var á Dalvík (1240 kr) og dýrast hjá Ferstiklu (2100 kr). Borðaði tvisvar í heimahús og eldaði sjálf spagettí, núðlur, couscous og salat. Og bætti 1 kg við mig eftir allt þetta át.Crying

Gisti á 19 tjaldsvæði og í eitt heimahús.  Ódýrasti tjaldsvæði var Stöðvarfjörður (hún rukkaði ekki) og dýrasti Mývatn (1400).

Las 9½ bók á leiðinni og man ekki hvað ég lá oft í sólbaði. 

Ég ætla að enda þetta blog með tvær myndir. Ein sem Kristján tók skammt frá Esju og ein af móttökunefndina.

Móttökunefnd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokasprettur


Heim, heim

Það bættu ekki fleiri tjaldgestir á tjaldsvæðinu og var ég því ein fyrir utan eina geit og þrjá kinda.  Ætlaði að sofa lengi en það tókst ekki, vaknaði hálf sex! Lagði af stað kl. átta í sólskyn en skýin voru komin áður en ég var komin inn í botn. Rétt hinu megin við Botnsá var Svenni mættur. Hann fylgdi mér svo allan leið í bæinn. Var meira sagt með stól handa mér með sér. Þetta var orðin lúxusferð. Það er mjög fallegt í Hvalfirðinum og gott að vera laus við umferðina. Þegar ég var komin aftur á hringveginum fór ég á bílavigt sem er þar rétt hjá. Við hjólið vorum samtals 120 kg en þegar ég vigtaði hjólið með farangri sér var það 40 kg. Ég var ekki alveg sátt við að vera 80 kg svo ég fór án hjólsins á vigt og þá var ég 70 kg. Ég ætlaði einnig að vigta bara farangri en fyrst að það hurfu 10 kg hætti ég bara við. Eftir Hvalfjörð var ekki lengur gaman að hjóla hringveginn og flytti ég mig áfram. Rétt eftir Esju kom Kristján á móti mér á bíl. Hann var búinn að skipuleggja móttöku og voru fimm hjólagarpar á leiðinni á móti mér. Skýin hurfu og kom alltaf meira og meira sól. Við bakara í Mosó mætti svo allt móttökulið, bæði á bílum og hjólum. Eftir kökuát hjóluðum við saman niður í Útivist eftir nýjum stigum. Hjá Útivist beið heil stafli af pönnukökum sem Emma var búin að baka. Gaman að fá svona móttöku! Fleiri komu til að heilsa upp á og hjálpuðu með pönnukökuáti. Svo var stutt eftir heim. En maður má ekki bregða sig í burtu í rúmlega þrjár vikur og þá rata maður varla heim aftur. Þar var komin ný hjólastig á leiðinni heim. Móttökunefndin heimtar tölur og kannski fáið þið þær á morgun. Nú biður sturtu. Kærar þakkir móttökunefnd fyrir að taka svo vel á móti mér! Takk Agnes, lokaspretturinn gekk vel í dag!

Bjarteyjarsandur

Það var aftur rigning í gærkvöld en þurr í morgun. Og það var næstum því logn í allan nótt. :) Rétt áður en ég kom á Borganesi byrjaði að rigna og þurfti ég fara í regngalla. Við Geirabakara var vindurinn undir Hafnafjallið komin upp i 13 m/s (úr 9 m/s um morguninn) að ég fór bara inn og drakk te og borðaði rúnstykki þangað til að vindurinn var komin niður í 3 m/s. Fór þá af stað en sá mjög lítið af Hafnarfjallið, það var ausandi rigning. Töluverð umferð var þannig að það gott að fara af hringveginn og hjóla Hvalfjörð. Reyndar var erfitt að komast áfram, það voru svo margir að reyna að ná í mig í dag. Mín er orðin vinsæl ;) En ég komst á Ferstiklu, fékk mér þar síðasti hamborgara ferðarinnar. Þá kom Svenni í heimsókn og bauð hann mér í bíltúr til Gauja Litla í sundi svo ég dreif mig áfram hingað. Tjaldaði hér í góðu veðri og svo fórum við í sund. Reyndar á Skaganum því Gauja er ekki opinn á mánudögum. Fengum svo kaffi, te og súkkulaðiköku hér áður enn Svenni fór aftur heim. Og nú rignir aftur.

Varmaland

Það var gott að sofa í alvöru rúm eftir þriggja vikna útilegu. Takk Ingunn Elsa fyrir að lána mér rúmið þitt og herbergi þitt! Og kærar þakkir Elsche, það var gaman að kom í heimsókn. Ég lagði snemma af stað, kl. átta, til að vera á undan umferð á Holtavörðuheiði. Og það tókst, ég var komin niður rétt fyrir hádegi og umferð var næstum því ekkert. Aftur gott veður, á Holtavörðuheiði var 1m/s austanátt og tíu stig hita. Kom hingað hálf fjögur og þá kom í ljós að tjaldstæði var lokað vegna bleytu. Eftir 97 km var ég ekki alveg tilbúin að hjóla meira og fékk ég að tjalda. Fór í sund, æðislegur heitur pottur með útsýn á Hafnarfjalli. Það er kannski brjálað veður á Hólmavík María, en hér er næstum því logn og góð spá. Fyrir utan það er ég í góðu tjaldi sem á að þola ýmislegt.

Neðri-Svertingsstaðir

Aftur gott veður í morgun en kannski ekki stuttbuxnaveður. Var komin á Blönduós um hálf ellefu en þá var Garpagengið enn að sukka í Borganesi þannig að ég fór í sundi. Eftir sundi hitti ég Eyju og svo komu Garparnir einnig. Fórum á veitingahús til að sukka saman en svo fóru þau áfram austur og ég vestur. Kærar þakkir fyrir að koma með alla varahluta handa mér, Jónína. Ég vona að ég þarf ekki að nota þetta. En ég var mjög ánægð að ég var ekki að fara með Garpana. Það er mikla auðveldara að hjóla hringinn en að fara með þeim í viku göngu. Elsche er komin heim, meira fréttir seinna.

Skagaströnd

Í morgun var aftur sól og blíða en það endaði ekki mjög lengi. Þegar ég var komin við Húnaflóa fór ég úr stuttbuxum og stuttu seinna fór ég í regngalla. Það var gott að ég var tímaleg í dag því veginn sem ég fór (744) er núna lokaður vegna rallý. Eins gott að vera ekki fyrir. Fór aftur stutt leið í dag því mig langaði að koma hingað. Ég er ekki viss um að ég hef komið áður hingað. Fór í sund og er ég að verða áhugamaður um sundlaugar á Íslandi. Þetta laug er lítil, kannski svipað stærð og í Stöðvarfjöður, hún er ódýrast og með toppþjónustu. Sundvörðurinn bauð mér kaffi þegar ég var komin í heitan pott. En því miður var ekki hægt að fá te. Ég var í sund þangað til að sólin kom aftur og síðan er ég búin að lesa, skoða þorpið og fékk ég mér súpu á kaffihús. Sól og rigning skiptist á og eru jafnvel á sama tíma.

Sauðárkrókur

Þetta var frábær dagur í gær, alveg yndislegt. Sundlaug er einmitt flottasta laug landsins, það sem ég hef séð hingað til. Meiriháttur að synda og halda að maður getur synt út allan fjörðurinn. Og þetta er örugglega potturinn með bestu útsýnið. Svo fórum við á veitingahús og fengu góðan mat með auðvitað köku í eftirrétt, frönsk súkkulaðiköku með ís, rjóma, jarðaber og heitri súkkulaðisósu. Já, ég er bara að hjóla í kringum landið til að getað sukkað, dag eftir dag. Takk Anna fyrir frábæran dag, þú lætur vita ef þú vilt hjóla meira! :) Hjólaði hingað í morgun í stuttbuxum og á miðju leið slitnaði gíravír. Og í gær sprakk tein. Ég er greinilega með betra úthald og hjólið mitt. Það er spurning um hvenær ég fer að leita eftir strætosmiðirnar. En ég er með snilldar hjólakort af Íslandi. Þar er ekki bara hægt að skoða hversu mikið umferð er á hvaða leið, eða hversu brött brekkurnar eru heldur er líka hægt að finna hvar áhugamenn um hjólaviðgerðir eiga heima. Og ég var svo heppin að það býr einn hér og var hann ekki lagður af stað í sumarfrí, hann gerir það á eftir. Svo hann gat skipt um gíravír og hann heldur að ég kemst heim þó svo að það vantar tein. Ég ákvað að hafa bara rólegan dag, hjólaði ekki meira og tjaldaði hér. Þá byrjaði að rigna svo ég hef eydd deginum í að lesa og fara í sund. Sundlaug hér er ekki eins falleg en nuddpotturinn bætur því alveg upp. Wacht op een wafelijzer moat weze: wacht op een wafel en thee!

Hofsós

Ég er búin að hjóla 100 km í dag og er að bíða eftir Önnu. Þegar hún kemur förum við í sund og svo út að borða. Svo þið fáið kannski bara hálfan sögu í dag. Í gærkvöld fór ég í tvær göngur, fyrst í fugla - og blómagöngu þangað til að sokkana blotnuðu of mikið og svo í tásugöngu. Mjög skemmtilegt, ég get mælt með þessi tjaldstæði. Það rigndi aftur í nótt en það var komin bongó blíðu þegar ég lagði af stað. Stuttbuxnaveður. Hjólaði til Dalvíkur og svo áfram til Ólafsfjarðar. Fjörðurinn var aftur spegillsléttir og sást vel til Grímseyjar. Ferjan þangað sást líka en ég sá engar hvölum. Hjólaði í gegnum 4 göng í dag, samtals 15 km löng. Virkar vel sem sólarvörn. Héðinsfjörður er mjög fallegur. Reyndar er allt mjög fallegt í góðu veðri. Á sama tíma að ég hjólaði inn í Siglufirði tók Anna framúr, á bílnum sínum. Við byrjuðum að fara á kaffihús, auðvitað, og fengu okkur girnilega kökur. Eftir kökuát lögðum við af stað. Þegar vegurinn var sléttur hjóluðum við saman, brekkur upp var Anna á undan og brekkurnar niður ég. Útsýn var áfram geggjað, sást vel til Grímseyjar og líka til Strandirnar. Eftir 25 km, við Ketilás sneri Anna við og ég held áfram. Ég er búin að tjalda og tilbúin i sundi og mat. Þoranna, við verðum bara hittast næst í vinnuna. :) það væri gaman að hittast Sigga Lóa, ég hef bara engin hugmynd hvar ég verð næsta laugardag. Anna er komin og bíður að heilsa.

Húsabakki í Svarfarðardal

Las í gærkvöld þangað til að sólin fór frá mér og fór þá í skógargöngu í Vaglaskoginum. Hitti á tjaldstæð einnig fjölskyldu sem var líka í Kleifarmörk. Heimurinn er lítill. Það var frekar skýjað í morgun og svarti þoka var í Vikarskarð. Þar hitti ég um helminginn af rútuflotann norðurlands og greinileg að það voru skemmtiferðaskip á Akureyri. Meira sagt tvö. Þokan hvarf og af og til sást glitta í sólina. Fjörðurinn var spegill sléttur. Fór í bakari á Akureyri og held svo áfram. Rétt fyrir Dalvík kom smá hitaskúr en núna er ég komin aftur í sólbaði. Hvað ertu að meina með stuttan áfanga, María? Þetta voru 80 km í gær. Ég held að ég kem ekki í heimsókn til þín núna. Ef ég hjóla 2 x 111 km frá Staðarskála er ég komin heim til mín! :) og get þá sofið í mitt eigið rúm. Gott að þú hjólar með mér í anda Lilja Sólrún, ég fann að það var mikið léttari í dag. Fenguð þið líka gott veður í ykkar hjólaferð, Hjólarækt? Ja, ik haw noch genoach wille, moai fytswaar en ik meitsje net lange dagen. Ik haw elke dei genôch tiid om wer by to kommen. Dat yn de fersnelling springe is in Yslânse útdrukking. Mar ik kin my net herinnerje oer in wafelizer skreaun haw.

Systragil

Það var grenjandi rigning í gærkvöld og smá snemma í morgun. En það er búin að vera þurr síðan ég fór á fætur. Geggjað veður núna. Það var skýjað til að byrja með en um tíu leyti kom sól og ligg ég í sólbaði núna. Ferðin gekk vel, skemmtilegar brekkur, bæði upp og niður. Stoppaði við Goðafoss og kom fór svo beint hingað. Hraðamæli hrökk í gír í morgun. Var sennilega hræddur um að ég mundi kaupa nýjan á Akureyri á morgun. Fékkstu þér ekki tvöfaldan, Unnur? Einn fyrir mig?

Næsta síða »

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband