Varmaland

Það var gott að sofa í alvöru rúm eftir þriggja vikna útilegu. Takk Ingunn Elsa fyrir að lána mér rúmið þitt og herbergi þitt! Og kærar þakkir Elsche, það var gaman að kom í heimsókn. Ég lagði snemma af stað, kl. átta, til að vera á undan umferð á Holtavörðuheiði. Og það tókst, ég var komin niður rétt fyrir hádegi og umferð var næstum því ekkert. Aftur gott veður, á Holtavörðuheiði var 1m/s austanátt og tíu stig hita. Kom hingað hálf fjögur og þá kom í ljós að tjaldstæði var lokað vegna bleytu. Eftir 97 km var ég ekki alveg tilbúin að hjóla meira og fékk ég að tjalda. Fór í sund, æðislegur heitur pottur með útsýn á Hafnarfjalli. Það er kannski brjálað veður á Hólmavík María, en hér er næstum því logn og góð spá. Fyrir utan það er ég í góðu tjaldi sem á að þola ýmislegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Marrit Nagli!

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 19:28

2 identicon

Þú ertu æði.

Gunnhildur L Sigurðard. (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 22:40

3 identicon

Mikið var gaman að hitta þig Marrit mín á Blönduósi á laugardaginn, var að hugsa svo mikið til þín áður en ég lagði á stað átti ekki von á að hitta þig samt. Keyrðum svo fram hjá þér á sunnudeginum, þá varst þú komin alla leið í Hrútafjörðinn, þvílík orka, vildi ekki stoppa þig, þar sem þú hjólaðir á fullum krafti og frekar mikil umferð. En gangi þér vel á lokasprettinum elsku Marrit kraftakona:-)

Bjarney S. Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband