Heim, heim

Það bættu ekki fleiri tjaldgestir á tjaldsvæðinu og var ég því ein fyrir utan eina geit og þrjá kinda.  Ætlaði að sofa lengi en það tókst ekki, vaknaði hálf sex! Lagði af stað kl. átta í sólskyn en skýin voru komin áður en ég var komin inn í botn. Rétt hinu megin við Botnsá var Svenni mættur. Hann fylgdi mér svo allan leið í bæinn. Var meira sagt með stól handa mér með sér. Þetta var orðin lúxusferð. Það er mjög fallegt í Hvalfirðinum og gott að vera laus við umferðina. Þegar ég var komin aftur á hringveginum fór ég á bílavigt sem er þar rétt hjá. Við hjólið vorum samtals 120 kg en þegar ég vigtaði hjólið með farangri sér var það 40 kg. Ég var ekki alveg sátt við að vera 80 kg svo ég fór án hjólsins á vigt og þá var ég 70 kg. Ég ætlaði einnig að vigta bara farangri en fyrst að það hurfu 10 kg hætti ég bara við. Eftir Hvalfjörð var ekki lengur gaman að hjóla hringveginn og flytti ég mig áfram. Rétt eftir Esju kom Kristján á móti mér á bíl. Hann var búinn að skipuleggja móttöku og voru fimm hjólagarpar á leiðinni á móti mér. Skýin hurfu og kom alltaf meira og meira sól. Við bakara í Mosó mætti svo allt móttökulið, bæði á bílum og hjólum. Eftir kökuát hjóluðum við saman niður í Útivist eftir nýjum stigum. Hjá Útivist beið heil stafli af pönnukökum sem Emma var búin að baka. Gaman að fá svona móttöku! Fleiri komu til að heilsa upp á og hjálpuðu með pönnukökuáti. Svo var stutt eftir heim. En maður má ekki bregða sig í burtu í rúmlega þrjár vikur og þá rata maður varla heim aftur. Þar var komin ný hjólastig á leiðinni heim. Móttökunefndin heimtar tölur og kannski fáið þið þær á morgun. Nú biður sturtu. Kærar þakkir móttökunefnd fyrir að taka svo vel á móti mér! Takk Agnes, lokaspretturinn gekk vel í dag!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta mín kæra :) Það er búið að vera gaman að fylgjast með ferðinni og ég hlakka til að hitta þig og fá frekari sögur :)

þóranna (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 20:26

2 identicon

Til hamingju Marrit þú ert algjör hetja og hvatning fyrir okkur hin sem höfum látið okkur dreyma um að hjóla hringinn en ekki gert enn spurning hvað maður geri næsta sumar.

Húrra fyrir þér :)

Guðrún Hreins (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 20:30

3 identicon

Til hamingju Marrit með þetta. Mætti þér við Kiðjaberg en ómögulegt var að ná athygli þinni. Sá hversu létt þú varst í sinni að hjóla á móti góða veðrinu og vera að ná takmarkinu. Bravó  

Agnes Elídóttir (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 20:39

4 identicon

Snillingur ertu Marrit, til hamingju með afrekið!

Unnur Árnadóttir (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 08:45

5 identicon

Heim heim vertu velkomin hefði svo gjarnan viljað vera i mottökunefndinni en er nu upptekin a holmavik hlakka til að hitta þig næst þegar eg kem i bæinn finnst þetta þikið afrek hugsa til þin þegar eg se hjolreiðafolk a þjoðveginum finnst þetta svolitið hættulegt mikið hefur verið gott að sofa i sinu rumi i nott

Maria jatvarðardottir (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 09:15

6 identicon

Frábært Marrit og þú ert flottust:)

Kristjana Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 13:27

7 identicon

Þú ert hjóladrottning, Útivistar, Marrit. Til hamingju með hringinn!

Gerður Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 17:48

8 identicon

Til lukku og takk fyrir síðast. Ég er líka sloppin lifandi úr Garpaferðinni :)

Jónína Pálsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband