Hringinn - uppgjör

Móttökunefndin heimtir tölur og vill fá vita hvað ég hjólaði mörg km og hversu marga vöfflur ég borðaði í ferðina og hvar var bestu verð.Whistling

1729,8 km voru hjólað á 24 dögum, þar af voru 3 hvíldar- og skoðunardagar. Stysti dagleið var 40 km, lengsti 105 km.

Það rigndi á 21 dag.

Það sprakk 4 x á leiðinni, keðjan fór tvisvar af, ein gíravír slitnaði og tveir teinar gáfu sér.

Ég fór 16 x í sund í 14 sundlaugum og var ódýrasti í Vík (250 kr) því heitur potturinn var bilaður.  Annars var ódýrast á Skagaströnd og Akranesi (400 kr) og dýrast 600 kr (Selfoss, Höfn, Stöðvarfjörður og Mývatn). Flottasta laug er á Hofsós, bestu þjónusta á Skagaströnd.

Setti í þvottavél 3 x og var ódýrast á Svínafell (300 kr) og dýrast á Mývatn (1200 kr, sem ég notaði reyndar ekki).

Ég borðaði 2 pönnukökur (fyrir utan pönnukökurnar sem Emma bakaði), 3 vöfflur, 4 kökusneiðar og 1 Söru. Ódýrasti te með vöfflu var á Kaffi Langbrók (með gistináttaskáttur) 750 kr. Sama dæmi í Möðrudal kostaði 1400. 

Fékk mér 5 sinnum hamborgara, 1x pizzu og 1x klausturbleikju. Ódýrasta hamborgari var á Dalvík (1240 kr) og dýrast hjá Ferstiklu (2100 kr). Borðaði tvisvar í heimahús og eldaði sjálf spagettí, núðlur, couscous og salat. Og bætti 1 kg við mig eftir allt þetta át.Crying

Gisti á 19 tjaldsvæði og í eitt heimahús.  Ódýrasti tjaldsvæði var Stöðvarfjörður (hún rukkaði ekki) og dýrasti Mývatn (1400).

Las 9½ bók á leiðinni og man ekki hvað ég lá oft í sólbaði. 

Ég ætla að enda þetta blog með tvær myndir. Ein sem Kristján tók skammt frá Esju og ein af móttökunefndina.

Móttökunefnd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokasprettur


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var gaman að sjá þetta uppgjör eða tölfræði ferðarinnar. það sem mig langar að vita þessu til viðbótar er t.d. Hvort þú lentir aldrei í neinni hættu, ég er dauðhrædd að taka fram úr hjólreiðafólki á þjóðveginum og sjálfsagt eru ekki allir bílstjórar til fyrirmyndar. Hvað viltu segja um umferðarmenninguna? Hlakka til að hitta þig þegar ég kem í bæinn, kveðja frá Hólmavík

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 23:02

2 identicon

Frábært hjá þér kæra Marrit, þú ert ofurkona. Mjög gaman að lesa bloggið þitt þó ég gerði það ekki fyrr en í dag 😀 kv. Hafdís

Hafdís Hannesdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 17:56

3 identicon

Velkomin heim Marrit og síðbúnar hamingjuóskir þar sem ég hef ekki komist á netið síðustu dagana. Það var gaman að hitta þig á Blönduósi og gott að frétta að þú skilaði þér heilu og höldnu heim í Kópavoginn. Þetta er mikið afrek hjá þér sem krafðist meðal annars skipulagningar, áræðnis, þrautseigju og úthalds og vonandi hafðir þú ómælda ánægju af þessu þrátt fyrir ýmsar uppákomur sem eru bara hluti af þessu ævintýri þínu. Gaman að fá þessar tölulegu upplýsingar - og ég sem hélt að vöfflurnar hefðu verið miklu fleiri!

Sigríður Lóa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband