Svínafell

Horfði á leikinn á félagsheimilið. Það góða við þennan leik er að ég þarf ekki að hafa neinu áhyggjur hvar ég verð næsta sunnudag. Þegar leikurinn var búinn, var komin Brasílísk veður a Klaustri, grenjandi rigningu. En það er gott að sofna við rigningu. Í morgun var þurr og því lengur ég kom austur því betur veðrið varð. Við Ljómagnúp fór ég í stuttbuxur og hlýrabol, fyrsti skipti i ferðina. Samkvæmt vegaskilti var hiti um 16-17 gráða. Vindurinn var ekki að bögga mig í dag og var meðalhraði um 17 km/klst. Nennti ekki að stoppa í Skaftafell í þessu blíðu og held áfram hingað. Hér hef ég heilt tjaldstæði bara fyrir mig, er ég búin að tjalda, fara í sturtu, setja í þvottavél og fann ástarsögu í 80 manna eldhúsinu sem ég ætla að lesa núna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Marrit, velkomin á þjóðveginn. Það var alveg óvart að eg keyrði í vitlausa átt. Kannski verð ég komin norður þegar þú kemur í Staðarskála, verst hvað þjóðvegur 1 er langt frá Hólmavík. Gangi þér vel elsku kerlingin mín og njóttu þess að borða fyrir allt sem þú brennor á daginn :-)

María Járvarðardóttir (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 21:49

2 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel, vonandi færðu gott veður áfram😃

Aðalheiður Una (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 10:08

3 identicon

það eru ekki allir Hollendingar sem standa sig jafn vel og þú, miðað við fótboltaliðið!

Við þekkjum þig Marrit mín og vitum að þú gefst ekki upp á miðri leið, þrátt fyrir veður ofl. Vonandi var ástarsagan góð sem þú last í gærkvöldi og þú sofið vel og tilbúin í slaginn í dag.

Áfram Marrit ;-)

Baráttukveðja frá okkur á skrifstofunni á Útivist.

Bjarney S. Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 10:28

4 identicon

Sæl Marrit okkar.

Gaman að fylgjast með þér. Þú ert hetja á hjóli.

Viö prjónum, erum ekki á hjólum.

Gangi þér sem best.

Emma dansar veðurguðadans fyrir þig. Veðurguðinn er á hlýrabol eins og þú.

Magga og Emma

Magga og Emma (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband