Mývatn hringferð

Fékk að sofa lengi í dag og hjólaði í kringum vatnið. Það var mjög skemmtilegt og Mývatn mjög falleg þangað til að ég lendi í mýský sem ég er ekki alveg að fíla. Þetta er mjög merkilegt, eins og það eru súlur við veginn en bara verst að þessi súlur eru úr miljón mý. Hjólaði eins hratt og ég gat þangað til ég var laus við þau. En þau fóru allstaðir. Þegar ég fór í sturtu eftir hádegi í sundlaugina fann ég tugir mýjalík á mig. Ég ætla sko ekki flytja hingað. Þegar ég kláraði hringinn hitti ég Guðbjart, Ástu og fleiri göngugarpa. Þau voru búin að labba hluta af Langleiðina og voru á leiðinni heim. Það var gaman að hitta þau, bara verst að þau gátu ekki lagað kmmæli sem hefur ekki virkað síðan Breiðdalsvík. Sem þýðir að ég get ekki montað mig yfir öll km sem ég er búin að hjóla. Fékk svo tebolla hjá Sigga landverði. Hitti gulu 2CV aftur, hann er orðinn 30 ára gamall og Frakkinn sefur í honum. Þetta er nú með minnsti húsbílum sem ég hef séð. Siggi bauð mig í kvöldmat og gönguferð um landið hans og var gott að fá aftur venjulegan mat. En eftirlitskerfið virkar vel, kl.8 var hringt í mig. Hvort það væri allt í lagi með mér, fyrst að ég var ekki búin að blogga. :) Hjólið er enn skreytt blómum, þau tolla vel. Ég held að ég er bara búin að týna eina. Fyrirgefðu Kristján að ég kom ekki við, ég bara vissi ekki að þú kannt að baka vöfflur! Ég fer bara annan hring og kem við þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjúkk að það er allt í lagi með þig Marrit mín. Það er líka gott að þetta er ekki bitmý heldur bara rykmý eða hvað það heitir. Annars værir þú alveg bit eftir daginn. Kveðja úr Kópavogi

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 22:32

2 identicon

Gott að heyra að vel gengur hjá þér flotti hjólagarpur :) er í Borgarfirðinum og hér er barasta fínt veður meira að segja smá sól :) Fer norðurleiðina á þriðjudag og vonast til að hitta þig, það væri gaman.

þóranna (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband