Stafafell

Fór í gærkvöld í te til Gunna og Steinvarar. Gunni bendi mig á að ég var búin með eitt þriðju. Sem ljómar nú bara nokkuð gott. Nema að ég er ekki alveg viss hvort það sé rétt, því ég ætla að hjóla eitthvað af austfirðirnar og svo þarf ég að hjóla Hvalfjörð. Það rigndi aftur allan nótt og í morgun. Fékk aftur te hjá Gunna áður en ég lagði af stað. Steinvör syndi mér gistihús sem Gunni smíðaði og sem þau leigja út á sumrin. Þetta eru flott hús hjá þeim og öll bókuð í júlí og ágúst. Ég var næstum því búin að hjóla 3 km þegar ég fattaði að ég var búin að gleyma vatnsbrúsan og þurfti að snúa við. Svo bara rigndi áfram of því meira ég nálgaðist Höfn því meira vindur kom, og enn austan átt. Mig grunar að þegar ég verð loksins komin á Egilsstaði að þá kemur loksins vestan átt. Dekur dagsins var á Höfn: sund í flott ný laug, geggjað heita pott og svo hamborgara með frönskum í eftirrétt. Hjólaði svo hingað. Fór í gegnum göngin og það var alveg dæmigerð að allar rútur og trukkar höfðu greinileg beðið hinu megin þangað til að ég var komin í miðju göng og fóru þá af stað. Því lengur ég kom frá Höfn því minna vindur varð og eftir Höfn hefur verið þurr. Fékk bók lánuð hjá Steinvöru og ég mátti taka hana með. Er ekki alveg komin nógu langt með hana til að geta sagt að þetta sé spennusaga eða ástarsaga eða bara hvoru tveggja. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er þetta,pottþétt fyrst þú ert komin með bók sem þú getur haldið áfram með. Nema hún sé leiðinleg, þá skaltu skilja hana eftir. Hlakka til að lesa bloggið þitt á hverjum degi. Gangi þér vel kæra vinkona

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 20:52

2 identicon

Til hamingju með "strákana þína"!! og með að vera komin svona langt. Krafturinn í þér

Guðný St. (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband