Djúpivogur

Það rigndi bara hálfan nótt í nótt, þetta er allt að koma. Var komin fyrir hálf níu á þjóðveginum og var mjög lítið umferð til að byrja með. Rétt við Hvalnes byrjaði að rigna en um leið að ég var komin í galla var þurrt aftur. Það voru margar brekkur á leiðinni í dag og margar beygjur. Vindurinn var ekki mjög leiðinlegur í dag en samt fannst mér erfitt að koma hingað. En potturinn var góður og heitir. Ætla nú að elda og lesa, því það er aftur komin rigning, ekki þarf ég að eyða tímanum með að liggja í sólbaði. Það var að koma hollensk hjólapar og þau eru að hjóla réttsælis og þau eru líka búin að fá mikið rigningu. Það gleður mig mikið, ég var orðin hrædd um að ég hafði valin vitlausan hring en það er greinilega ekki. Missti af strákunum mínum í gær en ég er búin að lesa að þeir stóðu sig vel. Nú þarf ég ekki að horfa sjónvarp næstu fjögur ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var lengi að átta mig á hverjir væru strákarnir þínir, hélt að ég hefði misst af einhverju og er búin að lesa allar bloggfærslurnar. Loksins áttaði ég mig á að þú varst að meina fótboltastrákana. Alltaf jafn lengi að fatta. Nei, þú þarft ekkert að horfa á sjónvarp næstu fjögur árin en er það ekki yfirleitt þannig hjá þér? Gangi þér vel áfram Marrit mín. Passaðu þig á öllu timbraða fólkinu sem er núna á þjóðveginum og er að koma af Eistnaflugi. Þú hefur örugglega séð marga skrýtna í bílunum í dag, málaða, síðhærða og illa timbraða. Kveðja María - amma Eistnaflug -

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 19:34

2 identicon

Gangi þér vel áfram og ekki gleyma að njóta :)

Ég lenti í brjálaðri rigningu í Borgarfirði í dag, en var sem betur fer með hjólið í bílnum.

Jónína Pálsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 22:02

3 identicon

Duglega kona :) Hér í Borgarfirði byrjaði að rigna kl. 4 og mígrignir enn ! Fór í sund og sá þessa gulu í rúmar 20 mín sem var hressandi :) Fengum samt mjög gott veður á Reykhólum um helgina.

Þóranna (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband