Stöðvarfjörður

Það rigndi í allt gær kvöld. Ég eyddi kvöldinu í samkomuhús sem ég hafði fyrir mig einan. Þangað til að leikurinn var búinn. Notaði tækifæri til að hlaða Ipadinu og lesa. Spjallaði svo við spænskan hjólakonu þangað til að hún þurfti að hjálpa vin sinn við að færa tjaldið þeirra, það var komin pollur inn í hjá þeim. Ég slapp í þetta sinn. Hún sagði mér svo aftur í morgun að það rigndi mikið í nótt en ég svaf það greinilega af mér. Ég vaknaði í svartri þoku en þegar ég lagði af stað byrjaði hann að rífa af sér. Það var lítill vindur í dag, með mér þegar ég hjólaði firðina inn og svo aftur á móti á leiðina út. Það var flott að sjá þokaslæðurnar myndast við sjórinn rétt fyrir utan Breiðdalsvík og læddast yfir veginn. Hinu megin við Breiðdalsvík sprakk aftur og þurfti ég að skipta aftur slönguna. Hjólaði svo til baka til að setja loft í dekk á bensínstöð. Kom svo hingað, tjaldaði og fór í sund. Búningsklefa og sturtu eru pínulítil en laugin aðeins stærra. En potturinn var vel heitur. Þar voru þrír þýskir unglingspiltar að kenna þremur frönskum stelpum þýsku og öfugt. Þrjú íslensk börn skildu hvorki upp né neðar. Sá þessa gula líka nokkrum sinnum í dag en svo er þegar búið að rigna þrisvar á meðan ég var að gera við slöngurnar í kvöld. Var rétt áðan að hlusta á hollensk hjón að leggja húsbíl, þau halda greinilega að það eru engin Hollendingar hér. Sá enginn reiðhjólamenn í dag né Eistnafarar. Þegar ég fer níður brekkurnar, vindurinn er með mér og það er hvorki rigning né sprungin dekk þá er ég að njóta á fullu. Það er ofboðslegt fallegt hér ef skýin eru ekki að hylja allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi færð þú að sjá meira af Austfjörðunum fyrir þoku Marrit mín, þú átt það skilið eftir allt erfiðið. Í dag er ég búin að stinga upp rabarbarabeðið mitt. Það var svo erfitt að ég held að það sé erfiðara en að hjóla hringinn, nei kannski ekki. Gangi þér vel, kveðja úr Víðihvammi

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 21:50

2 identicon

Þetta gengur mjög vel hjá þér, mikill kraftur í þér, Marrit mín. Einmitt komin á svæðið sem við vinir þínir í Hjólaræktinni ætlum að hjóla um. Við byrjum mánudaginn eftir viku en þá verður þú komin NORÐUR OG UPP!!! Við fylgjumst með þér og hugsum til þín :)

Emilía Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 22:46

3 identicon

Frábært að fylgjast með þessu ævintýri Marrit mín.

Vona að þú hjólir út úr þokunni á morgun :)

ása (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 23:34

4 identicon

Hoi Marrit,

Fan dyn mem hearde ik fan dyn fytstocht. Geweldich, wat in lef en trochsettingsfermogen. wat in drama dy lekke bannen. Ik hoopje dat dit berjocht dy berikt. Ik kin dyn blog lêze troch it oersette te litten. Noch folle wille tawinske, groetnis oan dyn mem,

Sieger

sieger schotanus (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband