Húsabakki í Svarfarðardal

Las í gærkvöld þangað til að sólin fór frá mér og fór þá í skógargöngu í Vaglaskoginum. Hitti á tjaldstæð einnig fjölskyldu sem var líka í Kleifarmörk. Heimurinn er lítill. Það var frekar skýjað í morgun og svarti þoka var í Vikarskarð. Þar hitti ég um helminginn af rútuflotann norðurlands og greinileg að það voru skemmtiferðaskip á Akureyri. Meira sagt tvö. Þokan hvarf og af og til sást glitta í sólina. Fjörðurinn var spegill sléttur. Fór í bakari á Akureyri og held svo áfram. Rétt fyrir Dalvík kom smá hitaskúr en núna er ég komin aftur í sólbaði. Hvað ertu að meina með stuttan áfanga, María? Þetta voru 80 km í gær. Ég held að ég kem ekki í heimsókn til þín núna. Ef ég hjóla 2 x 111 km frá Staðarskála er ég komin heim til mín! :) og get þá sofið í mitt eigið rúm. Gott að þú hjólar með mér í anda Lilja Sólrún, ég fann að það var mikið léttari í dag. Fenguð þið líka gott veður í ykkar hjólaferð, Hjólarækt? Ja, ik haw noch genoach wille, moai fytswaar en ik meitsje net lange dagen. Ik haw elke dei genôch tiid om wer by to kommen. Dat yn de fersnelling springe is in Yslânse útdrukking. Mar ik kin my net herinnerje oer in wafelizer skreaun haw.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjarnorku kona sem þú ert, við fengum mjög gott veður í gær frá Breiðdal yfir á Fáskrúðsfjörð en í dag byrjuðum við í þoku og smá sudda og tók ekki að létta til fyrr en við komum fyrir Vattanesskriðurnar og inn í Reyðarfjörð en vorum laus við vind og það var ansi heitt, vonumst svo bara eftir sól á morgun þegar við förum á Egilsstaði . Kveðja frá Hjólaræktinni og gangi þér áfram sem best :)

Guðrún Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2014 kl. 22:24

2 identicon

Halló - ætluðum við ekki að hittast ? Ég er á Akureyri og vissi ekki að þú værir svona snögg í snúningum ertu að flýta þér :)

Þóranna (IP-tala skráð) 22.7.2014 kl. 23:53

3 identicon

Hæ Marrit, flottur útúrdúr hjá þér að fara í Svarfaðardalinn. Þú færð alls konar veður greinilega, öll sýnishornin. Það hafa líka verið mörg veðursýnishornin á Íslandi í sumar. Eitt sé ég þó við landið í sumar en það er að mér sýnist það mikið grænna en í þurrkasumrunum. Núna er Ísland næstum jafn grænt og Færeyjar, þær eru svaka grænar. Gangi þér vel áfram mín kæra.

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 11:36

4 identicon

Þér miðar aldeilis vel áfram Marrit! Garparnir leggja af stað norður á laugardaginn. Það er spurning hvar þú verður stödd þá? Gaman væri að hitta á þig ef þú verður þá ekki þegar komin á leiðarenda.

Sigríður Lóa (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband