Mývatn, Grjótagjá og Dimmuborgir

Ég er enn í Mývatnssveit. Hjólaði upp í Grjótagjá og svo áfram upp í Dimmuborg. Fór þar alla stígur sem ég hef ekki farið áður og fór í heimsókn til jólasveinanna en þeir voru því miður ekki heima. Ég sá að Kertasníkir var með dagbók Bridget Jones og dátt í hug hvort hann vildi nokkuð skipta með bókina mína. En fyrst að hann var ekki við og ég ekki með bókina mína þá sleppti ég þessu. Fór svo aftur í sund og ætla að fara að lesa núna. Þóranna, þú hringir þegar þú ert komin norður, það væri gaman að hittast.

Mývatn hringferð

Fékk að sofa lengi í dag og hjólaði í kringum vatnið. Það var mjög skemmtilegt og Mývatn mjög falleg þangað til að ég lendi í mýský sem ég er ekki alveg að fíla. Þetta er mjög merkilegt, eins og það eru súlur við veginn en bara verst að þessi súlur eru úr miljón mý. Hjólaði eins hratt og ég gat þangað til ég var laus við þau. En þau fóru allstaðir. Þegar ég fór í sturtu eftir hádegi í sundlaugina fann ég tugir mýjalík á mig. Ég ætla sko ekki flytja hingað. Þegar ég kláraði hringinn hitti ég Guðbjart, Ástu og fleiri göngugarpa. Þau voru búin að labba hluta af Langleiðina og voru á leiðinni heim. Það var gaman að hitta þau, bara verst að þau gátu ekki lagað kmmæli sem hefur ekki virkað síðan Breiðdalsvík. Sem þýðir að ég get ekki montað mig yfir öll km sem ég er búin að hjóla. Fékk svo tebolla hjá Sigga landverði. Hitti gulu 2CV aftur, hann er orðinn 30 ára gamall og Frakkinn sefur í honum. Þetta er nú með minnsti húsbílum sem ég hef séð. Siggi bauð mig í kvöldmat og gönguferð um landið hans og var gott að fá aftur venjulegan mat. En eftirlitskerfið virkar vel, kl.8 var hringt í mig. Hvort það væri allt í lagi með mér, fyrst að ég var ekki búin að blogga. :) Hjólið er enn skreytt blómum, þau tolla vel. Ég held að ég er bara búin að týna eina. Fyrirgefðu Kristján að ég kom ekki við, ég bara vissi ekki að þú kannt að baka vöfflur! Ég fer bara annan hring og kem við þá.

Mývatn

Ég var svo þreytt í gærkvöld að ég var sofnuð fyrir átta. Vaknaði um ellefuleyti og ákvað þá bara að fara að sofa. Vaknaði því rétt fyrir kl. sex og var lögð af stað hálf átta. Leiðin í dag var mikla auðveldara, flestar brekkur voru niður á móti og vindurinn í rétt átt. Og það voru bara átta km á malarveg. Herðubreið fylgdi mér næstum því allan leið, stundum einungis með snækoll en stundum með skýhatt. Var komin hingað um hádegi. Ég er búin að liggja í heitan pott í tvo tíma og ligg núna í sólbaði. Sá engin hreindýr í dag heldur en Mývatnsveit er alltaf jafn falleg. Og flestir fossar sem ég hef séð eru mjög fallegir.

Möðrudalur

Það rigndi aftur í gærkvöld, bara smá og sólin skein líka þannig að það kom flottur regnbogi. Frábært veður í dag og fór ég allan leið hingað. Það reyndi aðeins meira á en ég held. Í mínu minningar var þetta góður vegur og ekki mundi ég eftir alla brekkurnar. En ég komst hingað eftir níu tíma. Sér ekki eftir að hafa farið þessu leið, hún er ofboðslega falleg. Og fyrst að dekkin sprungu ekki... Sá Snæfell( ef það er hægt) og drottningin sjálf, Herðubreið. Hitti einnig Frakka á gulu deux chevaux ( veit ekki hvað hann heitir á íslensku), mjög sætur. Er að biða eftir vöfflu með te.

Fellabær dekurdagur

Það rigndi smá í nótt, bara svo ég mun ekki gleyma hvernig það er. Fór í sund, keypti slöngu sem ég þurfti að skipta því hún var ekki með rétt ventíl og fékk mér rabbabarasúkkulaðiköku með rjóma og te. Núna var kona sem söng og spilaði á gítar. Ég get alveg mælt með þessi kaffihús. Eins gott að ég á ekki heima hér. Lá svo í sólbaði það sem var eftir af deginum. Spjallaði við nágrannana og við austurrísk hjólakonu, 68 ára gömul, hún er hér í sjöttu skipti og hjólar ein. Hún er ekki búin að fá sprungin dekk en ef það gerist mun hún bara setjast niður og hella upp á kaffi og sjá hvort einhvern kemur til að aðstoða. Hún segjast kunna þetta en að allir hinir kunni þetta mikið fljótari en hún. Ja hérna. Þetta er taktík sem ég á eftir að prófa. Guðrún, geturðu lánað mér kaffisettið þitt? Já, ég held að ég sé rúmlega hálfnuð, fyrst að ég sé komin hinu megin við Lagarfljót. Ég er ekki búin að sjá nein hreindýr, bara skilti sem vara mig við. Ég vissi ekki að ég væri að fara Hárekstaðaleið, hún er ekki á kortinu hjá mér. En ég bara bið spennt eftir öll hreindýr.

Fellabær

Konan sem kom í gær kvöld að rukka tjaldgestum kíkti ekki inn til mín. Það er greinileg ókeypis ef maður mættir á svona flott hjól! Það rigndi ekkert meira i gær og í morgun borðaði ég morgunmat í sólina, í fyrsta sinn í ferðina. Hjólaði fyrsti einn og hálfur tími í og úr þokuslæðurnar en þá var þokan búin. Það kom reiðhjólamaður frá Fáskrúðsfirði, án farangri, og ég held að það var Boggi að taka á móti mér en svo var ekki. Það eiga greinilega fleiri hjól þar. Tók nesti við göngin, svo ég hafði orku fyrir sex km göng. Hún er nú bara með þeim skemmtilegar göngin sem ég hef hjólað í gegn. Fyrsti tvo km voru slétt, eftir það var þetta allt niður á móti. Svona eiga göng að vera. Firðirnir voru fallegir í dag, í sólina, en ég heimsótti ekki bæjunum. Let það duga að taka myndir af þeim hinu megin frá. Svo fór ég upp Fagridal. Þá var veðrið eins og það á að vera í sumarfríinu svo ég var fljót að skipta um föt og var þetta í annan sinn sem ég hjólaði í stuttbuxum og hlýrabol. Það er mjög fagurt í Fagridalur, brekkan upp var ekki eins erfitt og ég held (það hjálpaði kannski líka að hafa sunnanátt!) og brekkan niður er besta brekku sem ég hef hjólað á ævinni. Í mínu upplifun gerði ég ekkert í hálftíma, hjólið rúllaði niður af sjálfum sér. Ég bara stýrði og sleikti sólina á meðan. Ég vildi ekki koma of snemma á tjaldstæði svo ég lagðist í sólbaði einhvern staður í Fagridal. Fékk mér te, köku og bók á Bókakaffi Hlöðum og verslaði svo. Fann meira að segja hjólabúð með nýjar slöngur. Hér er svo lítið vindur, vestanátt, eins og mig grunaði. Því er ég að spá að taka dekurdag hér á morgun. Sieger, ik haw ús mem de groeten dien.


Stöðvarfjörður

Það rigndi í allt gær kvöld. Ég eyddi kvöldinu í samkomuhús sem ég hafði fyrir mig einan. Þangað til að leikurinn var búinn. Notaði tækifæri til að hlaða Ipadinu og lesa. Spjallaði svo við spænskan hjólakonu þangað til að hún þurfti að hjálpa vin sinn við að færa tjaldið þeirra, það var komin pollur inn í hjá þeim. Ég slapp í þetta sinn. Hún sagði mér svo aftur í morgun að það rigndi mikið í nótt en ég svaf það greinilega af mér. Ég vaknaði í svartri þoku en þegar ég lagði af stað byrjaði hann að rífa af sér. Það var lítill vindur í dag, með mér þegar ég hjólaði firðina inn og svo aftur á móti á leiðina út. Það var flott að sjá þokaslæðurnar myndast við sjórinn rétt fyrir utan Breiðdalsvík og læddast yfir veginn. Hinu megin við Breiðdalsvík sprakk aftur og þurfti ég að skipta aftur slönguna. Hjólaði svo til baka til að setja loft í dekk á bensínstöð. Kom svo hingað, tjaldaði og fór í sund. Búningsklefa og sturtu eru pínulítil en laugin aðeins stærra. En potturinn var vel heitur. Þar voru þrír þýskir unglingspiltar að kenna þremur frönskum stelpum þýsku og öfugt. Þrjú íslensk börn skildu hvorki upp né neðar. Sá þessa gula líka nokkrum sinnum í dag en svo er þegar búið að rigna þrisvar á meðan ég var að gera við slöngurnar í kvöld. Var rétt áðan að hlusta á hollensk hjón að leggja húsbíl, þau halda greinilega að það eru engin Hollendingar hér. Sá enginn reiðhjólamenn í dag né Eistnafarar. Þegar ég fer níður brekkurnar, vindurinn er með mér og það er hvorki rigning né sprungin dekk þá er ég að njóta á fullu. Það er ofboðslegt fallegt hér ef skýin eru ekki að hylja allt.


Djúpivogur

Það rigndi bara hálfan nótt í nótt, þetta er allt að koma. Var komin fyrir hálf níu á þjóðveginum og var mjög lítið umferð til að byrja með. Rétt við Hvalnes byrjaði að rigna en um leið að ég var komin í galla var þurrt aftur. Það voru margar brekkur á leiðinni í dag og margar beygjur. Vindurinn var ekki mjög leiðinlegur í dag en samt fannst mér erfitt að koma hingað. En potturinn var góður og heitir. Ætla nú að elda og lesa, því það er aftur komin rigning, ekki þarf ég að eyða tímanum með að liggja í sólbaði. Það var að koma hollensk hjólapar og þau eru að hjóla réttsælis og þau eru líka búin að fá mikið rigningu. Það gleður mig mikið, ég var orðin hrædd um að ég hafði valin vitlausan hring en það er greinilega ekki. Missti af strákunum mínum í gær en ég er búin að lesa að þeir stóðu sig vel. Nú þarf ég ekki að horfa sjónvarp næstu fjögur ár.

Stafafell

Fór í gærkvöld í te til Gunna og Steinvarar. Gunni bendi mig á að ég var búin með eitt þriðju. Sem ljómar nú bara nokkuð gott. Nema að ég er ekki alveg viss hvort það sé rétt, því ég ætla að hjóla eitthvað af austfirðirnar og svo þarf ég að hjóla Hvalfjörð. Það rigndi aftur allan nótt og í morgun. Fékk aftur te hjá Gunna áður en ég lagði af stað. Steinvör syndi mér gistihús sem Gunni smíðaði og sem þau leigja út á sumrin. Þetta eru flott hús hjá þeim og öll bókuð í júlí og ágúst. Ég var næstum því búin að hjóla 3 km þegar ég fattaði að ég var búin að gleyma vatnsbrúsan og þurfti að snúa við. Svo bara rigndi áfram of því meira ég nálgaðist Höfn því meira vindur kom, og enn austan átt. Mig grunar að þegar ég verð loksins komin á Egilsstaði að þá kemur loksins vestan átt. Dekur dagsins var á Höfn: sund í flott ný laug, geggjað heita pott og svo hamborgara með frönskum í eftirrétt. Hjólaði svo hingað. Fór í gegnum göngin og það var alveg dæmigerð að allar rútur og trukkar höfðu greinileg beðið hinu megin þangað til að ég var komin í miðju göng og fóru þá af stað. Því lengur ég kom frá Höfn því minna vindur varð og eftir Höfn hefur verið þurr. Fékk bók lánuð hjá Steinvöru og ég mátti taka hana með. Er ekki alveg komin nógu langt með hana til að geta sagt að þetta sé spennusaga eða ástarsaga eða bara hvoru tveggja. 

Lambhús

Blíðan endaði ekki lengi í gær. Um kvöldið var farin aftur að rigna og í nótt blés hressilega. Ég vaknaði trekk í trekk við vindhviðurnar og held alltaf að tjaldið væri að fjúka. En alvöru tjald fýkur auðvitað ekki. Þegar ég vaknaði svo í morgun var komin pollur við fortjald og þá nennti ég ekki að taka hvíldardag og fór því aftur af stað. Sá svo strax eftir því, því það var grenjandi rigning og töluverðan austanátt. Fyrsti fimm km var ég að hugsa um að snúa við en nennti því nú ekki heldur. Eftir smá stund hjólaði ég saman með Þýskan dreng og á meðan við spjölluðum tók ég ekki eftir hvað væri erfitt. Því lengur ég kom austur því betra veðrið  varð og við Jökulsárlónið gat ég farið úr regnfötin og þurrka mig í sólina. Spjallaði við belgísk fjölskyldu (á bíl) og við þýska par á hjólið. Þau voru að bíða eftir rútu, ansi blautir eftir rigninganóttin. Eftir vöfflu og margar tebollar held ég áfram. Ferðin gekk rosalega vel og ákvað ég að slá met og hjólaði ég 105 km í dag. Kærar þakkir fyrir öll komment, það er virkilega gaman að lesa þau! Ég veit ekki hvernig ástarsaga endaði, ég skildi bókin eftir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Marrit Meintema

Höfundur

Marrit Meintema
Marrit Meintema
Hollendingurinn hjólandi sem ætlar að reyna að hjóla hringinn og stefnir að komast lengur en Selfoss.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Lokasprettur
  • Móttökunefnd
  • Safna dótið
  • Safna dótið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband